Translate to

VIRK - endurhæfing

Forseti tryggingalækna í Evrópu í heimsókn

Sören Brage forseti samtaka tryggingalækna í Evrópu (EUMASS) og læknir hjá NAV í Noregi hélt erindi á Læknadögum 2013. Þar greindi hann frá mati á starfsgetu og alþjóðlegum áherslum í því samhengi. Seinna þann sama dag hélt hann fyrirlestur á vegum VIRK sem trúnaðarlæknum lífeyrissjóða, læknum innan TR, endurhæfingarlæknum og sérfræðingum í sérhæfðum matsteymum VIRK var boðið að sækja. Í erindi sínu greindi Sören frá umsóknarferli örorku í stóru samhengi (Evrópu) og hlutverki lækna hjá NAV í Noregi og hvernig ákvörðunarferli um örorku er háttað þar í landi. Sören hefur mikla þekkingu á starfsendurhæfingarfræðum og góða yfirsýn yfir þær ólíku leiðir sem vestrænar þjóðir hafa farið í þessum efnum.
Sjá nánar á virk.is 
Deila