Translate to

VIRK - endurhæfing

Fræðsludagar ráðgjafa í janúar

Mánaðarlega eru haldnir fræðsludagar fyrir ráðgjafa VIRK í starfsendurhæfingu.  Í janúar kom fagfólk frá geðsviði Reykjalundar til okkar og hélt námskeiðið „hjálp til sjálfshjálpar".  Á námskeiðinu var kynnt handbók um hugræna atferlismeðferð,  notkun hennar við þunglyndi og kvíða, virkni og hreyfing, hugsanir og líðan, hugsanaskrá og bakslagsvarnir.  Handbókin er aðgengileg almenningi á veraldarvefnum og getur nýst mörgum sem sjálfshjálparefni við þunglyndi og kvíða.  Handbókin kemur sér sérstaklega vel á landssvæðum þar sem aðgengi að fagfólki er takmarkað.  Ráðgjafar VIRK geta nú stutt betur við þá einstaklinga sem nýta sér þetta efni.
Sjá nánar á virk.is


Deila