VIRK - endurhæfing

Fyrirtæki og bændur til mikillar fyrirmyndar

Hlynur Jónasson hjá Virk – Starfsendurhæfingarsjóði segir að ótrúlega vel hafi gengið að fá fyrirtæki og bændur í samstarf við að virkja atvinnulaust fólk með geðraskanir til þátttöku í atvinnulífinu. "Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu fyrirtækin hafa tekið vel undir okkar erindi og hvað þau framkvæma þetta síðan af miklum myndarskap“ segir hann m.a. í áhugaverðu viðtali í Bændablaðinu.

„Hér á landi hafa skapast mörg störf í tengslum við verkefni Virk og mér finnst starfsmannastefna margra fyrirtækja á Íslandi í dag vera til mjög mikillar fyrirmyndar. Fyrirtækin eru líka lykillinn að því að verkefnið gangi vel. Þau hafa tekið ótrúlega vel á móti okkur. Ég gæti nefnt mörg dæmi um fyrirtæki sem hafa gert þetta af svo miklum myndarskap að vert væri að geta þess sérstaklega. Þar eru stjórnendur og starfsfólk að sýna málinu mikinn skilning og taka einstaklega vel á móti skjólstæðingum okkar. Það er síðan lykillinn að því að þessu fólki fer að líða betur, verður virkari þátttakendur í lífinu og nær betri tengslum við fjölskyldur sínar.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á virk.is

Deila