Translate to

VIRK - endurhæfing

Góð reynsla stjórnanda af starfsþjálfun

Reynsla Önnu Lindu Bjarnadóttur héraðsdómslögmanns á lögmannsstofunni Lexistu ehf. af því að taka starfsmann í starfsþjálfun er það góð að hún hefur hug á því að taka fleiri í þjálfun í framtíðinni. „Ég tel að samfélagið eigi að bjóða upp á vinnu og störf fyrir alla þá sem vilja og geta unnið úti," segir hún í samtali við blaðamann VIRK.

Anna Linda segist smám saman hafa áttað sig á því hvar styrkleikar starfsmannsins lágu. „Margrét er einstaklega töluglögg manneskja og eldsnögg að reikna út. Ég fór að einbeita mér að því að finna verkefni sem tengdust því. Ég bað hana að setja upp fyrir mig skjöl í Excel, svo sem drög að úthlutun fyrir dánarbú, og fleira. Þetta gerði hún mjög vel. Í öðru máli fékk hún það verkefni að gera greiningu á gengisþróun japanska yensins, hún var frekar kvíðin fyrir því, en ég sagði að hún gæti þetta alveg úr því hún hafði leyst hin verkefnin. Auðvitað fékk hún leiðbeiningar og ég fylgdist vel með framvindu verksins. Hún gerði þetta mjög vel, setti upp alls kyns töflur á svo flottan hátt að ég hefði sjálf aldrei getað gert betur." Sjá viðtalið Lengi skal manninn reyna við Önnu Lindu og Margréti Guðfinnsdóttur.
Sjá viðtalið á virk.is

Deila