Translate to

VIRK - endurhæfing

Hvað er starfsendurhæfing?

Starfsendurhæfing hefur verið skilgreind sem allt það sem hjálpar einstaklingi með heilsubrest að vera í vinnu, komast aftur til vinnu og haldast í vinnu. Þetta er hugmyndafræði og aðferð ekki síður en meðferð eða þjónusta. Út frá þessari skilgreiningu má sjá að um mjög vítt hugtak er að ræða þar sem margir aðilar þurfa að koma að starfsendurhæfingarferli einstaklinga, bæði innan heilbrigðiskerfisins, félagslega kerfisins og atvinnulífsins auk sérhæfðra aðila í starfsendurhæfingu, fjölskyldna og vina. Allir þessir aðilar hafa mikil áhrif á þetta ferli þar sem markmiðið er að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar og endurkomu til vinnu í kjölfar heilsubrests (Waddell og félagar, 2008).

Sjá nánar á virk.is 
Deila