VIRK - endurhæfing

IPS árangur í Laugarásnum

VIRK og geðdeild LSH Laugarási hafa síðan 2012 unnið að uppbyggingu árangursríkrar starfsendurhæfingar fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Samstarfsverkefnið er grundvallað á IPS (Individual Placement and Support) hugmyndafræðinni sem byggir á gagnreyndum aðferðum og felur í sér að fólk fari beint út á vinnumarkað en njóti stuðnings og eftirfylgni frá þverfaglegu teymi.

Samstarfið hefur gengið mjög vel og mikið hefur áunnist. Fast að tuttugu störf hafa orðið til, flestum einstaklingunum hefur gengið vel og langflest starfanna eru enn virk.

Það er að miklu að sækjast að fjölga störfum fyrir unga langveika einstaklinga, í því felst mikill ávinningur fyrir samfélagið í heild og með aukinni atvinnuþátttöku leggjum við grunninn að betra og heilbrigðara lífi þeirra og um leið betra samfélagi.

Sjá nánar í frétt á virk.is

Deila