Translate to

VIRK - endurhæfing

Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða

Í síðustu viku varð frumvarp um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða að lögum á Alþingi.  Í þessum lögum er gert ráð fyrir því að atvinnutengd starfsendurhæfing verði einn þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga starfi saman eins og kostur er. Allir hlutaðeigandi leitist jafnframt við að skilgreina og sinna hlutverkum sínum með þeim hætti að sem flestir eigi þess kost að vera virkir á vinnumarkaði. 
Sjá nánar á virk.is 
Deila