VIRK - endurhæfing

Markmiðið var alltaf að komast í vinnu aftur

Steinþór B. Jóhannsson leitaði til VIRK og komst á vinnustaðasamning hjá Prentmeti að lokinni starfsendurhæfingu. Honum var vel tekið, fékk góða aðstoð og var fastráðinn hjá fyrirtækinu. „Markmiðið var alltaf að komast í vinnu aftur. Á vegum VIRK fór ég til Sinnum, sem höfðu milligöngu um að finna fyrir mig starf eftir að ég hafði verið í endurhæfingu hjá þeim. Ég hafði aldrei komið nálægt prentiðnaðarstörfum þegar ég komst á vinnustaðasamning hjá Prentmeti. Það tók sinn tíma að komast inn í starfið, en ég fékk góða aðstoð og leiðbeiningar. Mér var frá upphafi vel tekið af samstarfsfólki og yfirmönnum.“ Viðtalið við Steinþór má sjá í heild sinni á virk.is

Deila