VIRK - endurhæfing

Mikilvægt að stytta boðleiðir

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur um skeið átt samstarf við Vinnumálastofnun sem hefur gefið mjög góða raun og ánægja ríkir með.

„Ráðgjöfum hér hjá Vinnumálastofnun finnst mjög gott að vera í þessu samstarfi. Það hefur gefið afar góða raun. Mjög gott er að geta sagt við atvinnuleitendur, sem koma í viðtal og þurfa á sértækari úrræðum að halda, að mál þeirra verði tekið fyrir á teymisfundi með VIRK. Að því loknu liggi einhver niðurstaða fyrir. Mikilvægt er að boðleiðirnar séu styttri og gripið sé inn í óvinnufærni sem fyrst. Þessi teymisvinna ráðgjafa Vinnumálstofnunar og sérfræðinga VIRK hefur skilað því. Gott er að vera í beinu sambandi við VIRK í þessari teymisvinnu.“ segir Ingibjörg Kristinsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun m.a. um samstarf VIRK og VMST í viðtali sem sjá má í heild sinni á vef VIRK.

Deila