VIRK - endurhæfing

Námskeið á vegum NIVA á Íslandi

Þann 1.desember síðastliðinn var haldið NIVA námskeið á Hótel Sögu um geðheilsu og endurkomu til vinnu, en NIVA er norræn fræðslumiðstöð um vinnuvernd. Helstu sérfræðingar á Norðurlöndunum fjölluðu þar um þetta efni auk þess sem nokkrir íslenskir sérfræðingar sem vinna í málaflokknum voru með erindi. Námskeiðið hefur verið haldið á öllum Norðurlöndunum og var opið öllum. Besta þátttakan var á námskeiðinu á Íslandi og er það mikið gleðiefni að fagfólk hérlendis sýni málefninu áhuga.
Sjá nánar á virk.is

Deila