VIRK - endurhæfing

Nýr ráðgjafi

Stéttarfélögin Efling, Hlíf og Sjómannafélag Íslands hafa ráðið nýjan ráðgjafa til starfa í samstarfi við VIRK, með aðsetur hjá Eflingu en það er Pétur Gauti Jónsson.
Pétur Gauti útskrifaðist með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2003, en hann hafði áður lokið BA námi í guðfræði. Hann hefur  reynslu af ýmsum störfum sem tengjast heilbrigðis- og endurhæfingarmálum.  Pétur vann í um þrjú ár á Krabbameinsdeild Landspítalans. Hann hefur svo unnið síðastliðinn fjögur ár hjá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar þar sem hann hefur m.a. komið að starfsendurhæfingarmálum og tekið þátt í endurhæfingarverkefnum á borð við Grettistak  í samvinnu við Tryggingastofnun.

Sjá nánar á virk.is 
Deila