Ráðgjafar VIRK gegna lykilhlutverki
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur byggt upp öflugan ráðgjafahóp sem býr yfir einstakri þekkingu á sviði starfsendurhæfingar. Ráðgjafarnir eru 48 talsins, staðsettir hjá stéttarfélögum víða um land. 
 
 Ráðgjafarnir gegna lykilhlutverki í starfsendurhæfingu einstaklinga í þjónustu VIRK, hafa umsjón með málum einstaklings og eru tengiliðir hans í starfsendurhæfingarferlinu. Markmiðið er að viðhalda og/eða efla virkni til vinnu og varðveita vinnusamband einstaklings.
 
 Sjá nánar í frétt á virk.is


