VIRK - endurhæfing

Starfsmenn og ráðgjafar VIRK

Í byrjun árs 2012 störfuðu á skrifstofu VIRK 16 starfsmenn í ríflega 13 stöðugildum.  Um er að ræða fjölbreyttan hóp sérfræðinga á mismunandi fagsviðum auk starfsmanna á skrifstofu og við bókhald og umsýslu fjármála. Hér á heimasíðunni má sjá upplýsingar um starfsmenn VIRK.

Í byrjun ársins 2012 störfuðu 34 ráðgjafar í um 29 stöðugildum á vegum VIRK fyrir stéttarfélög um allt land.  Lista yfir alla ráðgjafa VIRK er að finna hér.  Í heild starfa því um 50 einstaklingar á vegum VIRK annað hvort sem starfsmenn eða ráðgjafar hjá stéttarfélögum um allt land.  Umfangið hefur því vaxið mikið og kallað á breytta skipulagningu á ábyrgðarsviðum og verkefnum starfsmanna.

Sjá nánar á virk.is

Deila