VIRK - endurhæfing

Styrkir VIRK 2017 – umsóknarfrestur til 15. janúar

Sérstaklega verður horft til virkniúrræða miðuðum að ungu fólki og til rannsóknar- og þróunarverkefna tengdu ungu fólki í styrkveitingum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs árið 2017 m.a. vegna þess að hlutfall yngra fólks meðal einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK hefur farið vaxandi undanfarin tvö ár.

VIRK veitir styrki tvisvar á ári til virkniúrræða, rannsókna, þróunar og uppbyggingar í atvinnutengdri starfsendurhæfingu og þurfa umsóknir að hafa borist sjóðnum fyrir 15. janúar eða 15. ágúst ár hvert.

Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu VIRK.

Deila