VIRK - endurhæfing

Það skiptir máli að huga að heilsu og velferð starfsmanna

Það er hagur samfélagsins að stemma stigum við stöðugt vaxandi heilbrigðiskostnað.  Litið er í ríkara mæli til vinnustaðarins og mögulegt hlutverk hans í því að leysa þetta vandamál.  Það er eðlilegt að líta á vinnustaðin sem álitlegan stað til að takast á við sjúkdómsvarnir og seta af stað velferðarprógrömm til að bæta heilsu þar sem flest vinnandi fólk eyðir meiripartinum af deginum í vinnunni.  Í nýlegri samantekt, sem birtist í blaðinu Mayo Clinic Proceedings1, þar sem áhrif heilsu- og velferðarprógramma á vinnustaði eru skoðuð, kemur í ljós að þau eru víðtæk.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfestingar fyrirtækja í heilsu- og velferðarprógrömmum eru arðbærar.  Rannsóknir hafa einnig sýnt að draga má úr veikindafjarveru (bæði almennri veikindafjarveru og einnig veru starfsmanna í vinnunni þegar þeir eru veikir (presenteeism))  hjá þeim fyrirtækjum sem leggja áherslu á slík prógrömm.  Sýnt hefur verið fram á að fyrirtæki sem fjárfesta í slíkum prógrömmum ná fram lækkun á heilbrigðiskostnaði og kostnaði vegna hinna ýmsu bóta (þar með talið örorkubóta) sem launafólk fær sem nemur yfir 25% í samanburði við fyrirtæki sem ekki gera sambærilegar fjárfestingar.  Niðurstöður rannsókna benda einnig til að heilsu- og velferðarprógrömm bæti starfsánægju og starfsanda á vinnustöðum en það getur skipt máli þegar verið er að reyna að ráða nýja starfsmenn, halda í góða starfsmenn og einnig fyrir almenna ímynd fyrirtækisins. 
Lesa meira
Deila