Translate to

VIRK - endurhæfing

Þættir sem taldir eru geta skipt máli við mat á starfshæfni

Í maí síðastliðnum birti tímaritið International Archives of Occupational and Environmental Health niðurstöður hollenskrar rannsóknar um helstu þætti sem skipt geti máli við mat á starfshæfni hjá einstaklingum sem verið hafa í langvarandi veikindaleyfi (tvö ár). Alls tóku 102 læknar þátt í rannsókninni og voru niðurstöður þær að níu þættir voru taldir skipta hvað mestu máli við mat á starfshæfni eftir langvarandi veikindaleyfi. Af þessum níu þáttum voru fimm þættir taldir geta stuðlað að afturhvarfi til vinnu og fjórir taldir geta hindrað afturhvarf til vinnu. 
Sjá nánar á virk.is


Deila