VIRK - endurhæfing

Tilvísunarblað til VIRK nú aðgengilegt í Sögu á landsvísu

Á síðasta ári var útbúið hjá VIRK tilvísunarblaðið „Beiðni læknis um þjónustu hjá VIRK". Það hefur verið aðgengilegt á heimasíðu VIRK og verður það áfram. Hægt er að nálgast eyðublaðið hér.

Nú er eyðublaðið einnig aðgengilegt í Sögu, rafrænni sjúkraskrá, sem notuð er fyrir rafræna skráningu og úrvinnslu heilbrigðisgagna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins.  Eyðublaðið heitir „Beiðni um þjónustu hjá VIRK" í Sögu og kom inn í útgáfu 35. Kerfisstjórar stofnana þurfa að virkja eyðublaðið til að það verði aðgengilegt. 

Deila