Translate to

VIRK - endurhæfing

Um 300 manns á ársfundi og ráðstefnu VIRK

Um 300 manns mættu á ársfund og ráðstefnu VIRK þann 11. apríl sl.  Ársfundurinn var fyrir hádegið og fjölmenn og vel heppnuð ráðstefna undir yfirskriftinni "Mat á getu til starfa - hvað skiptir máli?" var haldin eftir hádegið.  Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Sir Mansel Aylward frá Bretlandi og var fyrirlestur hans sérstaklega áhugaverður og vakti mikla athygli fundargesta.  Aðrir fyrirlesrar á ráðstefnunni voru Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, Guðmundur Björnsson endurhæfingar- og trúnaðarlæknir, Haraldur Jóhannsson yfirlæknir hjá TR og Ása Dóra Konráðsdóttir sviðsstjóri Starfsendurhæfingarsviðs VIRK.

Allar glærur fyrirlesara er að finna hér á heimsíðunni undir Kynningarefni - sjá einnig hér. Á sama stað er hægt að nálgast Ársrit VIRK á rafrænu formi.

Myndir frá ársfundi og ráðstefnunni er að finna hér.

Lesa meira

Deila