VIRK - endurhæfing

VELHEPPNUÐ HAUSTFRÆÐSLA

Ráðgjafar VIRK stilltu saman strengi sína í vikunni. Fóru yfir verkefnin og praktísk mál, hlýddu á áhugaverða fyrirlestra, unnu hópavinnu og sátu námskeið um áhugahvetjandi samtalstækni. 49 ráðgjafar frá 15 starfsstöðvum um allt land sóttu haustfræðslu VIRK sem haldin var í Rúgbrauðsgerðinni 24.-25. september. Verklag og nánari útfærslu á faglegum áherslum voru megin viðfangsefnin en mikil og hröð aukning á eftirspurn þjónustu VIRK hefur kallað á mikla uppbyggingu og stöðuga þróun á faglegu starfi starfsendurhæfingarsjóðsins. Dagskrá haustfræðslunnar var fjölbreytt en Soffía Eiríksdóttir sérfræðingur hafði veg og vanda af skipulagningu hennar. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Ása Dóra Konráðsdóttir sviðstjóri starfsendurhæfingar reifuðu verkefni VIRK og viðfangsefni og kynntu m.a. breytingar á skipuriti VIRK sem skýra betur verkefni og auka og efla þjónustu. Sveina Berglind Jónsdóttir, deildastjóri mats- og eftirlits, Ingibjörg Loftsdóttir deildarstjóri rýnis, Erla Konný Óskarsdóttir sviðsstjóri gæða- og öryggismála og Ásta Ágústsdóttir sviðsstjóri upplýsingatækni héldu fyrirlestra og Þorstein Sveinsson sérfræðingur og Ágúst Sigurður Óskarsson ráðgjafi fjölluðu vinnusamninga. Seinni daginn var unnin hópavinna með sérfræðingum og ráðgjöfum boðið upp á grunn- og framhaldsnámskeið í Áhugahvetjandi samtalstækni en frá haustinu 2012 hafa allir ráðgjafar VIRK fengið kennslu í samtalstækninni og lögð hefur verið áhersla á að þeir tileinki sér hana í starfi sínu. Sjá nánar á virk.is

Deila