Translate to

VIRK - endurhæfing

Veikindafjarvera

Tæplega 1500 starfsmenn sem taka þátt í verkefninu Virkur vinnustaður, sem er þróunarverkefni á vegum VIRK, voru spurðir  haustið 2011 um hversu lengi og hversu oft þeir voru fjarverandi frá vinnu á síðastliðnum 12 mánuðum vegna eigin veikinda. Þessar spurningar voru liður í spurningakönnun um vinnuumhverfið, líðan, starfsánægju og stjórnun á vinnustöðum.  Í ljós kom að starfsmenn töldu sig hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda að meðaltali í 8,7 daga á síðastliðnum 12 mánuðum og að þeir hefðu verið í 3,1 skipti fjarverandi á þessum tíma.  Þetta eru ákveðnar vísbendingar um viðmið fyrir veikindafjarveru en mikilvægt er að skoða fjarvistatölur í samhengi við menningu vinnustaðar og stjórnunarhætti.

Sjá nánar á virk.is

Deila