VIRK - endurhæfing

VelVIRK mikilvægt úrræði

„Já, við vonumst til að samstarfið við VIRK haldi áfram. Það er að gefa mjög góða raun og reynsla er að komast á það. Þess má geta að allar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík, sem eru sex talsins, taka þátt í þessu samstarfi við VIRK og bjóða einstaklingum með óskilgreindan heilsubrest, en eru í atvinnuleit, að taka þátt.“ segir Unnur B. Árnadóttir félags- og virkniráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða m.a. í viðtali við Ársrit VIRK en mikil ánægja ríkir með árangursríkt samstarf VIRK og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 

Deila