Translate to

VIRK - endurhæfing

Vinnutengd streita - Orsakir, úrræði og ranghugmyndir

„Blindan skal á braut leiða“. Áherslubreyting frá einstaklingsúrræðum til þess að einblína meira á starfsskilyrði og forsendur stjórnanda eru nauðsynlegar. Ný þekking, aðrar áherslur og nýjar aðferðir eru nauðsynlegar. Það krefst hugrekkis að hefja þetta ferli og þolinmæði að gera sér grein fyrir að þessi vinna kemur til með að taka tíma. Samvinna allra aðila á vinnumarkaðnum er nauðsynleg og góð samskipti einnig. Mikilvægt er að huga sérstaklega að starfsumhverfi kvenna. Höfum í huga að ef konur og karlar myndu vinna við sömu skilyrði eru líkurnar á streitutengdum einkennum þær sömu. Það er nauðsynlegt að við áttum okkur á þessari staðreynd og að umræðan færist frá því að tala um veikleika kvenna yfir í að ræða meira um aðstæður og forsendur á vinnustaðnum þar sem konur eru í meirihluta.

Við berum öll ábyrgð á að skapa öruggan og eflandi vinnustað og við getum í sameiningu fjarlægt alla steina, stóra sem litla sem að lenda í skónum."  segir Ingibjörg H. Jónsdóttir forstöðumaður Institutet för Stressmedicin og prófessor við Háskólann í Gautaborg m.a. í fróðlegri grein um vinnutengda streitu í ársriti VIRK 2017 sem sjá má hér.

Deila