VIRK - endurhæfing

Virkjanahugmyndir? Já takk!

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður efnir til hugmyndasamkeppni um þróun úrræðis fyrir ungt fólk sem er í þjónustu VIRK en hefur litla sem enga reynslu af vinnumarkaði.

Markmiðið er að eftir þátttöku í starfsendurhæfingarúrræðinu stundi unga fólkið vinnu og/eða nám og hafi öðlast betri heilsu, líðan og færni í daglegu lífi.

Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjár bestu hugmyndirnar og stefnt er að gerð þjónustusamnings um úrræði til tveggja ára með möguleika á áframhaldi samstarfi.

Nánari upplýsingar á www.virk.is

Deila