VIRK - endurhæfing

Virkur vinnustaður - velheppnað málþing

Málþing VIRK um velferð og fjarvistir á vinnustöðum þar sem kynntar voru niðurstöður þróunarverkefnisins Virkur vinnustaður var vel sótt og innlegg frummælenda fjölbreytt og áhugaverð.

Nálgast má glærur frummælenda á vefsíðu VIRK og sjá má upptökur á erindum þeirra á Youtuberás VIRK.

Vekjum athygli á að VIRK stendur fyrir ráðstefnu um árangursríka starfsendurhæfingu samhliða markvissu matsferli í Hörpu fimmtudaginn 21. maí 2015 kl. 13.00-16.30. Ráðstefnan er öllum opin. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu VIRK.

Deila