Orlofssjóður
Verkalýðsfélag Vestfirðinga býður félagsmönnum fjölbreytta valkosti í orlofsdvalarstöðum víðs vegar um land og íbúð á Spáni.
Frekari upplýsingar um húsin og íbúðirnar, s.s. stærð, búnað, umhverfi, leiguskilmála o.fl. fást með því að fara inn Orlofsvef félagsins.
Meginatriði sem hafa þarf í huga:
- Leigutímabil íbúða og sumarhúsa skiptast í 3 tímabil:
- Janúar til 15. maí (opnast fyrir pantanir 1. nóv)
- 15. maí til 15. september (opnast 1. mars)
- 15. sept til áramóta (opnast 1. júlí).
- Ath. að sérstakar reglur eiga þó við um sumarúthlutun.
- Félagsmenn geta pantað íbúð/sumarhús á vef félagsins í gegnum orlofshúsabókanir.
- Lykla af íbúðum þarf að sækja á skrifstofur VerkVest og skila aftur þangað að dvöl lokinni.
- Lyklar af sumarhúsum eru almennt í lyklaboxi og númer þess gefið upp á samningi. Í einhverjum tilfellum er lykill hjá umsjónarmanni á staðnum og þarf að vitja hans á tilsettum tíma. Ef leigutaki tefst er bráðnauðsynlegt að láta umsjónarmann vita.
- Það er með öllu óheimilt er að framselja leigusamninga. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu/íbúðinni og öllu sem því fylgir. Félagsmaður sem verður uppvís af framsali á leigusamning verður meinaður aðgangur að íbúðum og húsum félagsins.
- Allt húsdýrahald er bannað í orlofsbústöðum Verk-Vest að viðlögðum tafarlausum brottrekstri.
- Leigutaka ber að ganga vel um, þrífa eftir sig og skila húsinu/íbúðinni og öllum búnaði hreinum og tilbúnu fyrir næsta leigjanda. Verði vanhöld á þessu er þrifið á kostnað leigutaka.
Félagið greiðir einnig götu félagsmanna í sumarleyfinu með afsláttarkjörum á hótelum og gististöðum ásamt afsláttarkortum svo sem Útilegukorti og Veiðikorti. Nánari upplýsingar um kaup á gistimiðum og öðrum afslætti er að finna á orlofsvefnum.
Sjá flipann Orlofshús Bókanir og fara svo í miðar og kort
Orlofsbústaðir
- Flókalundur í Vatnsfirði
- Svignaskarð í Borgarfirði
- Ölfusborgir við Hveragerði
- Illugastaðir í Fnjóskadal
- Einarsstaðir á Héraði
Orlofsíbúðir
- Akureyri
- Kópavogur
- Spánn