Aðrir styrkir

Fæðingarstyrkur

Sjóðfélagi sem greitt hefur verið af til sjóðsins síðustu 6 mánuði fær greiddan fæðingarstyrk sem nemur kr. 85.000. enda sé greitt iðgjald til félagsins af viðkomandi í fæðingarorlofi. Heimilt er að veita styrk vegna ættleiðingar barns skv. þessari grein.

Glasa og tæknifrjóvgun

Sjóðurinn greiðir styrk vegna glasa- eða tæknifrjóvgunar/tæknisæðingar allt að tvisvar sinnum til sjóðfélaga sem greitt hefur verið af til sjóðsins síðustu 6 mánuði. Greitt er allt að kr. 210.000. í fyrra skipti og kr. 105.000. í síðara skiptið en þó að hámarki 50% af kostnaði.

Dvöl á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði

Sjóðfélagi sem greitt hefur verið af til sjóðsins síðustu 6 mánuði á rétt á styrk vegna dvalar á Heilsustofnun í Hveragerði. Styrkupphæð er að hámarki kr. 4.500 .- á dag í allt að 4 vikur á hverjum 12 mánuðum. Umsókn skal fylgja læknisvottorð frá þeim lækni sem sendi viðkomandi til dvalarinnar og dagsett kvittun frá Heilsustofnun.

Krabbameinsleit

Sjóðurinn endurgreiðir sjóðfélögum kostnað að fullu vegna krabbameinsleitar/hópleitar, hafi verið greitt af þeim til sjóðsins síðustu 6 mánuði.

Krabbameinsskoðun – framhaldsskoðun

Sjóðfélagi sem greitt hefur verið af til sjóðsins síðustu 6 mánuði á rétt á styrk allt að kr. 11.000.- í eitt skipti á hverjum 12 mánuðum, þó ekki meira en 100% af kostnaði. Styrkur er veittur vegna framhaldsrannsókna hjá Krabbameinsfélaginu og vegna blöðruhálsskoðana karla eða ristilsskimunar/speglunar.

Viðtalsmeðferðir

Styrkur vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags- eða fjölskylduráðgjafa. Miðað er við að meðferðaraðili falli ekki undir afsláttarkjör hjá Tryggingastofnun, svo sem eins og t.d. 7 á við um geðlækna. Greitt er allt að kr. 8.500.,- fyrir hvert skipti vegna sjóðfélaga sem greitt hefur verið af til sjóðsins næstliðna 6 mánuði. Þó er aldrei greitt meira en sem nemur 50% af kostnaði í allt að 12 skipti á hverjum 12 mánuðum.

Dagpeningar vegna meðferðar

Vegna meðferðar út af áfengis-, spila- eða fíkniefnasýki sjóðfélaga greiðast að lokinni meðferð dagpeningar í mest 8 vikur, einu sinni á hverjum þremur árum. Greiða skal 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum. Um dagpeninga vegna meðferðar gilda a), e) og g) liðir 13. gr.

Dagpeningar vegna meðgöngu

Sé móður nauðsynlegt af heilsufars- eða öryggisástæðum að vera frá vinnu á fyrstu 7 mánuðum meðgöngutímans skal hún eiga rétt á dagpeningum eins og um veikindi væri að ræða. Í tilvikum sem ekki uppfylla skilyrði 4. mgr. 17. gr. laga nr. 95/2000, er heimilt að greiða dagpeninga á 9. mánuði meðgöngu. Greiða skal 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum. Um dagpeninga vegna meðgöngu gilda e), f) og g) liðir 13. gr.

Stjórn er heimilt að afnema styrki samkvæmt 17. Gr. tímabundið krefjist fjárhagsafkoma sjóðsins þess.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.