Iðgjaldatengdir styrkir

Iðgjaldatengdir styrkir eru greiddir til félagsmanna. Upphæðir skal miða við 50% af útlögðum kostnaði skv. reikningi, að hámarki 40% af iðgjöldum viðkomandi í sjúkrasjóð síðustu 36 mánuði að frádregnum  styrkjum sem greiddir hafa verið til viðkomandi sjóðfélaga síðustu 36 mánuði.

Greiddir eru iðgjaldatengdir styrkir til félagsmanna vegna eftirfarandi:

a) Líkamsræktar og heilsueflingar.

b) Myndatöku og rannsókna vegna sjúkdóma og slysa.

c) Hjálpartækja s.s. gleraugna og heyrnartækja ef ekki koma til greiðslur frá T.R.

d) Sjónlagsaðgerðir(laser).

e)Meðferðar og lyfja við tóbaksfíkn.

f) Endurhæfingar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, allt að 25 skipti á ári, skv. reikningi frá viðkomandi stofnun, enda sé meðferðin samkvæmt tilvísun frá lækni. 

g) Tannlækninga, að hámarki 35.688 kr. á ári og tekur fjárhæð mið af launavísitölu pr. mars 2017.

Sjóðfélagi sem látið hefur af störfum og greitt var af til sjóðsins a.m.k síðasta árið fyrir starfslok getur nýtt áunnin réttindi sem hann átti við starfslok á 5 næstu árum.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.