Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband smábátaeigenda hafa undirritað nýjan kjarasamning vegna starfsmanna sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem vinna við net.

Aðalatriði samningsins er að kauptrygging hækkar í 236.095 krónur og þeir sem voru í fullu starfi í janúar 2014 fá eingreiðslu upp á 14.600 kr. Desember- og orlofsuppbætur hækka um samtals 32.300 krónur eins og í aðalkjarasamningi SGS og SA. Orlofsrétturinn var töluvert styrktur þar sem fólk sem starfað hefur við beitningu eða netafellingu í 10 ár fær nú 30 daga orlofsrétt, en áður var sá réttur bundinn við 10 ára starf hjá sama fyrirtæki. Réttur til að fá hlífðarfatnað var einnig styrktur og er nú tekið fram í samningnum að atvinnurekandi skuli leggja til svuntu, viðeigandi vettlinga, stígvél, buxur og slopp. Hlutfall fyrir uppstokkun á bjóði var lækkað úr 82% í 74% af launum fyrir beitningu.
Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014. Nýja kaupgjaldsskrá er að finna í dálkinum til vinstri undir kjaramál/kaupgjaldsskrár.
Samningur hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.