Fæðispeningar sjómanna hækka
Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga sjómanna milli Verk Vest og LÍÚ þá skulu fæðispeningar endurskoðaðir árlega þann 1. júní miðað við matvörulið
vísitölu neysluverðs sem birt er af Hagstofu Íslands í maí ár hvert. Vísitala matvöruliðar neysluvísitölunnar var 188,19 stig í
maí 2011 en var komin í 200,64 stig í maí 2012. Hækkunin er 6,62%. Samkvæmt
framansögðu hækka því fæðispeningar til sjómanna um 6,62% frá 1. júní 2012. Nýja kaupgjaldskrá má finna hér.