Translate to

Fréttir

Umsjónarmaður orlofsbyggðarinnar í Flókalundi

Enn er tækifæri til að senda inn umsóknir um starf umsjónarmanns í Flókalundi sem stjórn orlofsbyggðarinnar í Flókalundi auglýsir eftir. En óskað eftir að ráða umsjónarmann byggðarinnar í fullt starf frá og með 1. maí 2017 – 30. september 2017.  Stjórnin leitar eftir handlögnum einstaklingi eða samhentum hjónum sem hægt er að fela ýmis minniháttar viðhaldsverkefni ásamt öðrum tilfallandi störfum við Orlofsbyggðina í Flókalundi.

Orlofsbyggðin í Flókalundi er rekstrarfélag  um orlofsbústaði og sundlaugarsvæði sem eru í eigu stéttarfélaga víðsvegar af landinu.

Nánari upplýsingar um starfið og launakjör gefur Finnbogi Sveinbjörnsson,  á netfangið finnbogi@verkvest.is eða Eygló Jónasóttir  á netfangið eyglo@verkvest.is.

Öllum umsóknum verður svarað en stjórn orlofsbyggðar áskilur sér þann rétt að hafna öllum umsækjendum og auglýsa aftur ef enginn umsækjenda telst hæfur í starfið.

Umsóknarfrestur er til 25. mars næst komandi og þurfa umsóknir um starfið að hafa borist fyrir þann tíma á ofangreind netföng eða á Skrifstofu verkalýðsfélaganna, Pósthólf 60, 400 Ísafjörður

Deila