Translate to

Fréttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir stjórnarmaður í Verkalýðsfélagi Vestfirðinnga látin

Gunnhildur á 45. þingi ASÍ 2022 Gunnhildur á 45. þingi ASÍ 2022

Í gær bárust Verkalýðsfélagi Vestfirðinga þær fréttir að Gunnhildur Björk Elíasdóttir stjórnarmaður í Verk Vest væri látin eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm.

Gunnhildur Björk var frá Keldudal við Dýrafjörð en bjó síðar á Þingeyri.

Hún hefur í fjölda mörg ár ljáð verkalýðshreyfingunni krafta sína, fyrst í Verkalýðsfélaginu Brynju á Þingeyri og eftir sameiningu félaganna á Vestfjörðum í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga.

Þar gengdi hún m.a starfi ritara til margra ára og var starfandi formaður matvæla og þjónustudeildar. Auk þessa var Gunnhildur öflugur málsvari fólks og tók að sér trúnaðarmannastöður og öll þau störf sem gátu tryggt afkomu og öryggi verkafólks sem best.

Fráfall Gunnhildar úr verkalýðsbaráttunni mun skilja eftir sig skarð sem verður líklega aldrei fyllt. Gunnhildur var ótrúlega dugleg kona sem hafði bæði til að bera kjark og þor og notaði það til að berjast fyrir réttindum fólks á fjölmörgum sviðum.

Við félagar Gunnhildar í stjórn Verk Vest lútum höfði í virðingu og þökk til hennar fyrir vináttu og samstarf liðinna ára.

Stjórn og starfsfólk félagsins senda börnum hennar, fjölskyldum þeirra og stórfjöldskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur.

Deila