Translate to

Fréttir

Opnað var fyrir umsóknir í orlofshús Verk vest fyrir Sumarið 2024

Þann 19.fébrúar 2024

var opnað fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Verkfirðinga fyrir sumarið 2024

Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins ( http://orlof.is/verkvest/ ) og sótt um að velja:Sumar.

Félagið á orlofshús fyrir félagssmenn í öllum landshlutum 2024.

Einasstaðir á héraði 

Flókalundur í Vatnsfirði

Illungastaðir í Fnóskadal

Svignaskarð í Borgarfirði 

Ölfusborgir í Hverragerði 

Ásabyggð 40 við Flúðir 

Orlofshúsin er leigð í viku frá föstudegi til föstudags. Hægt er að sækja um eina viku með allt að fjórum valmöguleikum. Verð fyrir viku er 36.000.kr.Félagsmaður þarf að eiga að lágmarki 36 punkta til geta sótt um. 

Umsóknarfrestur rennur út 8.mars 2024

Úthlutun  er 15 mars og munu allir þeir sem sóttu fá senda niðurstöðu úthlutunarinnar í tölvupósti.

Opnað verður svo fyrir alla félagsmenn 20.mars.2024

Starfsfólk mun aðstoða félagsmenn eftir þörfum við umskónir ávefnum í síma 4565190

Félagið á einnig hlut í orlofshúsi á Spáni og er það leigt í tvær vikur í senn að sumrinu, frá þriðjudegi til þriðudags er leiguverð fyrir tvær vikur er kr. 116.000 og er skilagjald innifalið í leiguverði. Ekki þarf að eiga punkta til að panta húsið. Hér er hægt að skoða laus tímabil ( http://orlof.is/verkvest/site/rent/rent list.php ) á spáni en íbúðin en eingöngu bókanleg í gegnum Verk vest í síma 4565190.

 

Deila